top of page

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran

Hallveig Runarsdottir.jpg

Hallveig Rúnarsdóttir

hallveig@hallveig.com

+354 898 4978

Hallveig Rúnarsdóttir

sópran | soprano

Hallveig hefur komið fram sem einsöngvari vítt og breitt um heim og hefur sungið sópranhlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna. Hún hefur komið fram með sinfóníuhljómsveitum víða um heim og haldið fjölda einsöngstónleika, bæði á Íslandi og erlendis auk þess að syngja inn á upptökur til útgáfu og útvarpsútsendinga.

Hallveig hefur í tvígang hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist. Hún hefur þar að auki verið tilnefnd til verðlaunanna þrisvar sinnum og eins hefur hún tvisvar verið tilnefnd til Grímuverðlauna sem Söngvari ársins.

Hallveig er stofnandi og listrænn stjórnandi atvinnusönghópsins Cantoque Ensemble og starfar einnig sem söngkennari og aðstoðarskólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.

Umsagnir

Um Mozart aríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands:

„Hallveig söng ákaflega fallega, í senn tært en þó af hlýleika. Eins og alltaf einkenndi áreynsluleysi söng hennar, tónarnir voru eðlilegir og fallega mótaðir.“

– Jónas Sen, Fréttablaðið 23. maí 2020

Um uppfærslu Íslensku óperunnar á
Carmen eftir G. Bizet, haustið 2013

 „Michaëla sjálf var dásamlega sungin af Hallveigu sem náði beinu og heitu sambandi við salinn frá fyrsta atriði.“

– Silja Aðalsteinsdóttir, TMM 20. október 2013

Um Verdi Requiem með Söngsveitinni Fílharmóníu

„ …Hallveig söng af einstakri tilfinningu fyrir inntaki tónlistarinnar hverju sinni, söngur hennar var í hvívetna fagmannlegur og stórbrotinn.“

– Jónas Sen Fréttablaðið 13. apríl 2022

bottom of page