top of page

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran

Um Hallveigu

Hallveig Rúnarsdóttir hóf söngnám hjá Sigurði Demetz árið 1991. Hún lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Það sama ár hóf hún nám hjá Theresu E. Goble við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan með láði sumarið 2001. Hallveig hefur sungið nokkur óperuhlutverk, flest hjá Íslensku óperunni en einnig víðar. Meðal hlutverka hennar eru Donna Anna í Don Giovanni eftir Mozart, Michaëla í Carmen eftir Bizet, Fiordiligi í Così fan Tutte eftir Mozart, Gianetta í Ástardrykknum eftir Donizetti, Rödd af himnum í óperunni Don Carlo eftir Verdi og Echo í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Árið 2016 frumflutti hún hlutverk stúlku í óperu Kristians Blak, Ljós í ljóði í Færeyjum og árið 2018 frumflutti hún hlutverk Gilitruttar í samnefndri óperu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Árið 2022 frumflutti hún hlutverk Traveller í óperunni Traversing the Void eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og endurflutti síðan verkið í Ástralíu í mars 2023. 

Hallveig hefur komið fram sem einsöngvari víða um heim og hefur sungið sópranhlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna, meðal annars hefur hún sungið margoft með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk fjölda annarra hljómsveita bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur sérstaklega verið virk í flutningi nýrrar tónlistar og hefur frumflutt mörg ný íslensk verk, t.d. á Listahátíð í Reykjavík og á Sumartónleikum í Skálholti, auk þess að syngja inn á upptökur til útgáfu og útvarpsútsendinga. Hallveig hefur og haldið fjölda einsöngstónleika á Íslandi og erlendis undanfarin ár þar sem hún hefur lagt áherslu á ljóðasöng.

Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist árið 2013 fyrir hlutverk sitt sem Michaëla í Carmen hjá Íslensku óperunni, og aftur árið 2018 fyrir hlutverk sitt sem Gilitrutt og söng sinn á Klassíkinni okkar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þess hlaut hún tilnefningu til sömu verðlauna árið 2014 fyrir söng sinn í Deutsches Requiem eftir Brahms með Söngsveitinni Fílharmóníu og árið 2016 fyrir söng sinn í Þriðju sinfóníu Góreckís með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins árið 2014 fyrir Michaëlu og einnig árið 2017 fyrir Donnu Önnu í Don Giovanni eftir W. A. Mozart.

Hallveig er listrænn stjórnandi og stofnandi tónlistarhópsins Cantoque Ensemble sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir flutning sinn. Hún er einnig kennari og aðstoðarskólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. 

CV

​Óperuhlutverk

Traveller (P), Traversing the Void eftir Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gilitrutt (P), Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur 

Girl (P), Ljós í ljóði  eftir Kristian Blak 

Donna Anna, Don Giovanni eftir W. A. Mozart

1st Niece, Peter Grimes eftir B. Britten

Sandmännchen, Hänsel und Gretel eftir E. Humperdinck

Voce dal Cielo, Don Carlo eftir G. Verdi 

Michaëla, Carmen byeftirG. Bizet

Echo, Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss 

Servilia, La Clemenza di Tito eftir W. A. Mozart

Jane, Happy End eftir Kurt Weill

Fiordiligi, Così fan Tutte eftir W. A.Mozart 

Óratoríur og hljómsveitarverk

J. S. Bach: Kantötur nr. 36, 51, 52 and 62 · Jólaóratorían · Jóhannesarpassían · Magnificat

G. F. Händel: Messías · L'Allegro, il Penseroso ed il Moderato · Dixit Dominus · Júdas Makkabeus

Carl Orff: Carmina Burana

G. Rossini: Petite messe Solenelle  

A. Vivaldi: In furore iustissime irae

J. Haydn: H-moll messan · Árstíðirnar

W. A. Mozart: Exultate Jubilate · Sálumessa · Messa í c-moll

J. Brahms: Þýsk sálumessa

G. Fauré: Sálumessa

A. Scarlatti: La santissima Trinità

A. Dvořák: Stabat Mater  

G. Verdi: Requiem

Jón Nordal: Óttusöngvar að vori

H. Góreckí: Sinfónía númer 3

Söngtónleikar

Yfir eitt hundrað söngtónleikar með ljóðum, sönglögum og samtímaverkum, á Íslandi og í Kína, Þýskalandi, Danmörku, Færeyjum, Noregi og Englandi.

Stjórnendur

Benjamin Levy, Matthew Halls, Harry Bicket, Rumon Gamba, Kurt Copecky, Frank Strobel, Paul McCreesh, Tönu Kaljuste, Bernharður Wilkinson, Ólavur Hátún, Guðmundur Óli Gunnarsson, 

Daníel Bjarnason, Magnús Ragnarsson, Peter Spissky

Menntun

Meistaranámskeið og einkatímar hjá m.a. Graham Johnson, Emmu Kirkby, Elly Ameling, Andrè Orlowitz, Ian Partridge, Kristni Sigmundssyni, David Jones

BMus - Guildhall School of Music 2001

8. stig (Lokapróf) - Tónlistarskóli Reykjavíkur 1998           

Verðlaun og styrkir

Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 and 2018: Female Singer of the Year

Icelandic Artist Salary and Stipend: 2009, 2012, 2014, 2015, 2019. 2020, 2021, 2022

Grants: Kraumur Music Fund, Margret Bjorgolfsdottir Memorial Fund.

bottom of page